Flytjast Til Ástralíu

Fluttningur til Ástralíu

(The following is a brief in Icelandic on how to find information and the steps required to apply to become a migrant to Australia.)

Öðru hvoru fær félagið fyrirspurnir frá Íslendingum um flutting til Ástralíu.  Eftirfarandi upplýsingar eru fyrir þá á Íslandi sem hafa hug á því.  Þetta eru enganvegin tæmandi upplýsingar, frekar leiðbeingingar um hvar er best að byrja þau skref sem taka þarf til að gerast innflytjandi.

Ástralía er með viðamikið kerfi fyrir þá sem vilja gerast innflytjendur (Migrant).  Best er að byrja að kanna under hverskonar innflytjenda Visa (Migration Visa) viðkomandi hefur hug á að nýta sér.  Allar upplýsingar um þetta er að finna á vefsíðu innflytjenda ráðuneytisins.

Algengast er að Íslendingar sem hingað koma, sæja um undir flokknum “Professionals and Other Skilled Migrants” eða “Employer Sponsored Workers” flokki.

Professionals and Other Skilled Migrants umsókn, kallar á að viðkomandi hafi viðurkennda þekkingu og reynslu í starfsgrein sem vantar fólk í hérna í Ástralíu.  Í þeim flokki eru umsækjendum gefin stig fyrir ýmisleg atriði sem lúta að umsókn þeirra.  Mestu stigin eru gefin fyrir þekkingu og reynslu í starfsgreinum sem skortur er á.  Stjórnvöld gefa út lista yfir þær starfsgreinar.  Þessi listi er uppfærður öðru hvoru, þannig að mikilvægt er að hafa nýjasta listan til taks.  Þær greinar sem mestur skortur er á, gefa flestu stigin.  Hér er tildæmis skortur á hjúkrunarfólki, þannig að þeir sem hafa slíka sérmenntun eiga greiðari aðgang.

Employer Sponsored Worker er flokkur þar sem viðkomandi hefur sótt um vinnu hjá atvinnurekanda þar sem atvinnurekandinn gerist styrktaraðili að innflytjendaumsókninni. Atvinnurekendur geta ekki styrkt aðila til innfluttnings ef þeir geta ekki sýnt framá að viðkomandi búi yfir þekkingu og reynslu sem er ekki auðfáanleg á vinnumarkaði hér í Ástralíu.

Það eru aðrir flokkar sem hægt er að sækja um fyrir hjón af sitthvoru þjóðerni (Íslensku og Áströlsku) og einnig til að sameina fjölskyldu meðlimi.  Best er að lesa sig til á síðu ráðuneytisins.   Best er að sækja um innfluttnings leyfi frá Íslandi.  Það er miklu erfiðara að koma hingað sem ferðamaður og sækja um á meðan viðkomandi er hér.  Einnig er vert að athuga að því fylgir töluverður kostnaður að sækja um.  Greiða þarf umsóknar gjald fyrirfram og er það ekki afturkræft þó að umsóknin verði að engu.

Fyrir þá sem vilja kanna atvinnumöguleika er best að fara á vefsíður þar sem vinnumiðlanir auglýsa eftir fólki.