Ferðast Til Ástralíu

Þeir sem hafa áhuga á því að ferðast um ástralíu verða sjaldnast fyrir vonbrigðum. Hér er geysi mikil náttúrufegurð ásamt hinu sérstæða dýralýfi sem hvergi finnst annarstaðar í heiminum. Hátt í 5 miljón ferðamenn koma til ástralíu árlega. Íslendingar sem hingað koma þurfa ekki að fá visa i vegabréfiðs sitt, en þurfa að hafa svokallað ETA  (Electronic Travel Authority). Þetta er hægt að fá beint á vefnum hjá ETA. ETA kostar AU$20 og verða menn að hafa kreditkort til að borga fyrir það á vefnum. Það heimilar dvöl í ástralíu sem ferðamaður í 3 mánuði.

Flug hingað frá íslandi er ansi langt. Um er að velja svokallaða asíu leið eða ameríku leið. Það er yfirleitt um 23 – 26 tímar í flugvél, en ekki samfleytt. Frá Evrópu til ástralíu er alltaf stoppað á leiðinni í asíu. Það fer eftir flugfélögum hvar stoppað er. Þeir sem fara til ástraliu fljúga oftast asíu leiðina.

air_routes Rauða leiðin fer yfir Evrópu
og AsíuBláa leiðin fer yfir Ameríku.


Sem dæmi um flugtíma og flugleiðir sjá eftirfarandi:

Asíuleið Flugtími Ameríkuleið Flugtími
Ísland  til Evrópu 3 – 4 tímar Ísland til Austurstrandar Bandaríjanna 5 – 6 tímar
Evrópa til Asíu 13 -14 tímar Austur til Vesturstrandar Bandaríkjanna 5 – 6 tímar
Asía til Ástralíu 7 – 8 tímar Vesturströnd Bandaríkjanna til Ástralíu 13 -14 tímar

Kostnaðurinn við að fljúga er mjög breytilegur eftir því á hvaða tíma flogið er.  Hinsvegar má búast við að farmiði fram og til baka kosti ekki undir 100 -150 þús krónum. Helstu flugfélög sem fljúga frá Evrópu til Ástralíu eru QANTAS, British Airways, SAS, Singapore Airlines og KLM.

Frekari upplýsingar um Ástralíu og ferðalög er að finna á víðast hvar á netinu.